Eldgos í Eyjafjallajökli
Undanfarnar þrjár vikur hefur verið mikil virkni í Eyjafjallajökli og hafa skjálftarnir flestir mælst á 7 - 10 kílómetra dýpi. Í fyrradag (19. mars) hófst innskotshrina til austurs þar sem skjálftarnir mældust á 4 - 7 kílómetra dýpi. Virknin færðist frekar austur á bóginn fram til laugardags og mældust nokkrir grunnir skjálftar þann dag.
Um 22:30 þann 20. mars sást lítilsháttar aukning á óróa á þremur jarðskjálftastöðvum sem næstar eru Eyjafjallajökli og um svipað leyti bárust fregnir af því að gos væri hafið í jöklinum.
Á jarðskjálftamælum sést ekki mikill órói og þegar þetta er skrifað (02:30) sést ekki enn gosmökkur á ratsjá Veðurstofunnar sem merkir að hann er ekki kominn í þriggja kílómetra hæð.