Ríflega 2500 jarðskjálftar voru staðsettir í janúar með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands. Flestir skjálftanna áttu upptök í Öxarfirði en þar mældust rúmlega 1400 skjálftar, sá stærsti var 3,7 að stærð og fannst hann við Kópasker, í Þistilfirði og í Reykjahverfi í Norðurþingi. Í Bárðarbunguöskjunni mældust sjö skjálftar yfir 3 að stærð og var sá stærsti 3,6 stig. Fremur rólegt var í Mýrdalsjökli.
Lesa meiraÁ jökulskerinu Kistu sem skagar út úr Bárðarbungu er GPS mælistöð. Reynt er að tryggja eftir fremsta megni rekstur stöðvarinnar á veturna.
Þessi stöð sýnir áberandi færslur út frá Bárðarbungu um þessar mundir.
Við eldfjallavöktun eins og á Vatnajökli geta aðgengi og aðstæður verið mjög erfiðar. Engin leið er að ferja búnað upp á jökulskerið þannig að öryggi starfsmanna sé tryggt án aðkomu Landhelgisgæslunnar.
Í vikunni verða haldnir hérlendis tveir viðamiklir fundir í FUTUREVOLC, sem er verkefni um eldfjallavá.
Að loknum ársfundi verður haldin kynningarfundur með hagsmunaaðilum svo sem almannavörnum, lögreglu, flugrekstraraðilum og stofnunum er sinna mengunarvöktun.
FUTUREVOLC hófst 2012. Samhent átak sá til þess að markmið verkefnisins náðust og náttúran sjálf lét ekki sitt eftir liggja. Á Íslandi urðu ný mælitæki til þess að nýliðnir náttúruatburðir eru svo vel skráðir að þess eru fá ef nokkur dæmi annarsstaðar í heiminum.
Tæplega 2500 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL jarðskjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands. Mesta skjálftavirknin er líkt og undanfarna mánuði við Bárðarbungu og í ganginum undir Dyngjujökli. Tvær skjálftahrinur urðu á Reykjaneshrygg og þar urðu einnig tveir stærstu skjálftar mánaðarins 3,9 að stærð.
Um 2200 jarðskjálftar voru staðsettir í maí með SIL jarðskjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands. Mesti fjöldi skjálfta mælist enn með upptök í ganginum undir Dyngjujökli og við öskju Bárðarbungu. Mesta skjálftahrina sem mældist varð við Kleifarvatn í lok mánaðarins. Stærsti skjálftinn var um fjögur stig að stærð og varð hans víða vart.
Lesa meiraRúmlega 2200 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í mars, heldur fleiri en mánuðinn á undan. Skjálftum fækkaði við Bárðarbungu en fjölgaði í ganginum milli mánaða. Stærsti skjálftinn var 3,5 að stærð og var hann á Reykjaneshrygg.
Lesa meiraUndanfarnar vikur hafa gufubólstrar sést stíga frá Holuhrauni en eldgosinu lauk 27. febrúar síðastliðinn og engin merki eru um að nýtt gos sé hafið. Vatnsflaumur á Flæðunum eykst aftur á móti mjög um þessar mundir. Vatnið kemst í snertingu við norðausturjaðar Holuhrauns og veldur þessari bólstramyndun. Gufubólstrar sjást einnig á gígasvæðinu en þar streymir að leysingavatn undan vestanverðum Dyngjujökli. Líklegt er að gufubólstrar sem þessir muni sjást áfram.
Lesa meiraÍ apríl mældust yfir 2000 jarðskjálftar með SIL skjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands. Flestir skjálftar áttu upptök í ganginum sem myndaðist í umbrotunum við Bárðarbungu. Vel á sjöunda hundrað skjálftar mældust þar, en hægt dregur úr virkninni.
Tæplega 2000 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofunnar í febrúar, mun færri en mánuðinn á undan. Skjálftum fækkaði frá janúar við Bárðarbungu, en fjölgaði í kvikuganginum. Stærsti skjálftinn var 4,9 við Bárðarbungu. Skjálftaröð varð í Öxarfirði.
Lesa meiraTæplega 3100 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofunnar í janúar þar af yfir 1600 við Bárðarbungu og rúmlega 400 í kvikuganginum. Stærsti skjálftinn var M5,1, við Bárðarbungu, og var það sá eini sem var yfir fimm stigum í mánuðinum. Undir lok mánaðarins varð jarðskjálfti sunnan Hafnarfjarðar sem fannst í nágrenninu.
Lesa meiraÍ þessari upplýsingagrein er birtur eftirmáli jarðhræringanna og eldsumbrotanna við Bárðarbungu; þ.e. niðurstöður athugana í mars og apríl 2015. Nýjustu upplýsingarnar eru efst. Með öðrum áþekkum greinum veitir hún yfirlit um framvindu mála.
Lesa meiraLjósmyndir við goslok: Hvorki glóð í gígum né á gossprungu 27. febrúar 2015.
Í þessari upplýsingagrein eru birtar niðurstöður um jarðhræringarnar og eldsumbrotin við Bárðarbungu í febrúar 2015. Nýjustu upplýsingarnar eru efst. Með öðrum áþekkum greinum veitir hún yfirlit um framvindu mála.
Lesa meiraLjósmyndirnar í þessari grein sýna þróun eldgossins í Holuhrauni en þær tók Ólafur Sigurjónsson. Bæði eru myndir teknar einni viku eftir upphaf eldsumbrotanna og myndir teknar fimm mánuðum síðar.
Lesa meiraFlogið var yfir Holuraun 3. febrúar 2015. Hér fylgja nokkrar ljósmyndir með skýringum.
Lesa meiraÍ þessari upplýsingagrein eru birtar niðurstöður um jarðhræringarnar og eldsumbrotin við Bárðarbungu í janúar 2015. Nýjustu upplýsingarnar eru efst. Með öðrum áþekkum greinum veitir hún yfirlit um framvindu mála.
Lesa meiraLjósmyndir úr Holuhrauni
Í þessari upplýsingagrein eru birtar niðurstöður um jarðhræringarnar og eldsumbrotin við Bárðarbungu í desember 2014. Nýjustu upplýsingarnar eru efst. Með öðrum áþekkum greinum veitir hún yfirlit um framvindu mála.
Lesa meiraUmbrotin við norðvestanverðan Vatnajökul hófust með jarðskjálftahrinu 16. ágúst 2014. Miklar jarðskorpuhreyfingar mældust á meðan berggangurinn var að myndast og þær sýndu vel framrás hans og samtímis landsig inn að miðju Bárðarbungu.
Í þessari upplýsingagrein eru birtar niðurstöður um jarðhræringarnar og eldsumbrotin við Bárðarbungu í nóvember 2014. Nýjustu upplýsingarnar eru efst. Með öðrum áþekkum greinum veitir hún yfirlit um framvindu mála.
Lesa meiraÍ þessari upplýsingagrein eru birtar niðurstöður um jarðhræringarnar og eldsumbrotin við Bárðarbungu í október 2014. Nýjustu upplýsingarnar eru efst. Með öðrum áþekkum greinum veitir hún yfirlit um framvindu mála.
Lesa meiraFlogið var með Landhelgisgæslunni, TF-SIF, um mest allt landið 28. október 2014. Elín Björk Jónasdóttir tók ljósmyndirnar sem fylgja þessari grein.
Lesa meiraFlogið var með ISAVIA yfir norðvestanverðan Vatnajökul 24. okt. 2014 að kanna sigdældir og gos. Matthew J. Roberts sendi ljósmyndirnar sem fylgja þessari grein.
Lesa meiraFlogið var yfir Bárðarbungu, föstudaginn 10. október 2014. Starfsmenn Veðurstofu tóku þessar myndir.
Lesa meiraÍ þessari upplýsingagrein eru birtar niðurstöður um jarðhræringarnar og eldsumbrotin við Bárðarbungu í september 2014. Nýjustu upplýsingarnar eru efst. Með öðrum áþekkum greinum veitir hún yfirlit um framvindu mála.
Lesa meiraÍ þessari upplýsingagrein eru birtar niðurstöður um jarðhræringarnar og eldsumbrotin við Bárðarbungu 16. - 31. ágúst 2014. Nýjustu upplýsingarnar eru efst. Með öðrum áþekkum greinum veitir hún yfirlit um framvindu mála.
Lesa meiraAlmenningur láti vita af brennisteinsfnyk og/eða öskufalli vegna eldsumbrotanna í Holuhrauni, norðan við Dyngjujökul, haustið 2014. Skráningarformið kynnt. ((ATH. þessi grein hefur heimatengingu undir Mengun en aukatengingu á fróðleik jarðhræringa þar sem hún var upphaflega gerð.))
Þrjár mismunandi líkankeyrslur af hraunflæði voru bornar saman við ratsjármynd sem tekin var í TF-SIF föstudaginn 29. ágúst 2014.
Lesa meiraÍ þessari grein eru ljósmyndir úr vinnuferðum sem farnar voru vegna jarðhræringanna á norðvestanverðum Vatnajökli. Meðal annars var farið með færanlega ratsjá að Hágöngum og mælitæki sett upp á Hamrinum nærri Bárðarbungu.
Framsetning gagna er lykilatriði og ein gagnleg leið er að skoða mælingar í þrívídd. Í myndbandinu hefur staðsetning og dýpi jarðskjálftamiðja verið teiknuð upp fyrir landsvæðið undir Bárðarbungu og hreyfimynd útbúin. Sjónarhornið byrjar líkt og horft sé á hefðbundið kort en svo breytist það og sýnir hvað er að gerast undir yfirborðinu. Hæð og dýpi eru ýkt fimmfalt til þess að draga fram landslag á yfirborði og ná fram betri aðgreiningu á dýpi skjálftanna.
Lesa meiraHér er samantekt vefgreina sem tengjast jarðhræringunum við Bárðarbungu og eldgosinu í Holuhrauni, veturinn 2014 - 2015: Daglegar upplýsingar í átta mánuði ásamt fréttum og fróðleiksgreinum sem tengjast þessum náttúruváratburðum.
Lesa meiraSkriðan sem féll úr austurbrún Öskju mánudagskvöldið 21. júlí 2014 kom fram sem sterk og óvenjuleg óróahviða á jarðskjálftamælum, jafnvel í mikilli fjarlægð frá upptökunum. Áþekk merki sjást stundum sem afleiðing af sterkum jarðskjálftum fjarri Íslandi en í þetta sinn höfðu alþjóðleg net jarðskjálftamæla ekki numið nokkuð slíkt.
Lesa meiraNú hefur verið gert yfirlit jarðskjálftavirkni á Íslandi árið 2012 (og yfirlit síðasta árs er væntanlegt). Um 16.300 jarðskjálftar mældust með jarðskjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands árið 2012. Helstu atburðir voru jarðskjálftaraðir syðst í Eyjafjarðarál með tveimur skjálftum rétt yfir 5 að stærð. Austast á Reykjanesskaga urðu þrír skjálftar rétt yfir 4 að stærð suðaustan við Helgafell, við Bláfjöll og norðvestan við Geitafell.
Lesa meiraVeðurstofa Íslands rekur net símælandi GPS landmælingatækja víða um landið til að fylgjast með jarðskorpu-hreyfingum tengdum landreki, eldfjöllum og jarðskjálftum. Uppi á Mýrdalsjökli er ýmis tækjabúnaður sem sinna þarf reglulega. Hér eru birtar myndir úr vinnuferð.
Lesa meiraAlþjóðleg samtök um jarðskjálftafræði og innri gerð jarðar, IASPEI, hafa sent frá sér fréttatilkynningu vegna dómanna yfir jarðskjálftafræðingum í l'Aquila á Ítalíu. Evrópska jarðskjálftaráðið, ESC, hefur hvatt fulltrúa sína í þeim löndum sem eiga aðild að ráðinu til að koma fréttatilkynningunni á framfæri í sínu landi.
Lesa meiraÍ júlí 2012 var settur upp gasmælir á tindi Heklu sem nemur CO2, H2S, SO2 og H2 ásamt hitastigi, þrýstingi og raka. Þetta er í fyrsta skipti sem gasútstreymi er mælt með síritandi hætti á íslenskri eldstöð. Í haust komu upp vandkvæði vegna ísingar á vindrafstöðinni en verið er að finna lausnir á þessu. Gasstreymi frá eldstöðvum getur gefið vísbendingar um innri byggingu kvikukerfa og samspil þeirra við jarðhitakerfi. Breyting á gaslosun er oft merki um yfirvofandi breytingu í eldstöðinni, jafnvel upphaf goss.
Lesa meiraYfir 17.000 jarðskjálftar mældust með jarðskjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands árið 2011. Helstu atburðir á árinu voru eldgos í Grímsvötnum, aukin virkni í Kötlu, skjálftahrinur við Húsmúla og skjálftahrinur á Krýsuvíkursvæðinu. Sex jarðskjálftar mældust með stærðir um og yfir Ml 4, einn norður af Grímsfjalli í janúar, tveir við Kleifarvatn í febrúar, einn í Kötluöskju í október og tveir við Húsmúla í október.
Lesa meiraNú stendur yfir evrópsk könnun á viðhorfum fólks til eldgosahættu. Markmiðið er að auka skilning á félagslegum og efnislegum afleiðingum eldgosa svo hægt sé að minnka þau óþægindi sem mannlegt samfélag verður fyrir. Vonast er eftir góðum undirtektum, ekki síst frá því fólki sem upplifði áhrif eldgosanna á Íslandi nýliðin vor.
Lesa meiraÍ þessari grein er yfirlit yfir þær vefsíður sem tengjast eldgosinu í Grímsvötnum 2011.
Í þessari grein eru birtar sameiginlegar stöðuskýrslur Jarðvísindastofnunar Háskólans og Veðurstofu Íslands um eldgosið í Grímsvötnum sem hófst að kvöldi 21. maí 2011. Einnig helstu aðrar upplýsingar og stöku ljósmyndir.
Lesa meiraGos hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli laugardagskvöldið 21. maí 2011. Hér er að finna ljósmyndir bæði af kröftugu upphafi gossins, af dvínandi mekki nokkrum dögum síðar og af umhverfinu eftir gos.
Lesa meiraUm miðjan september 2010 voru haldnir þrír alþjóðlegir fundir á Íslandi um áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli. Keilisráðstefnan var fjölsóttust.
Lesa meiraHér er ný grein þar sem fá má upplýsingar um eldgosið í Eyjafjallajökli, nánar tiltekið þau eldsumbrot sem nú virðast vera að bresta á í suðvestanverðum jöklinum. Upplýsingarnar verða uppfærðar eins fljótt og auðið er þegar einhverjar breytingar verða. Í greininni verða ljósmyndir, línurit og tenglar á ratsjármyndir; ásamt margvíslegum tenglum á skylt efni.
Lesa meiraAlgengustu spurningar varðandi gosið í Eyjafjallajökli.
Lesa meiraÓlafur Sigurjónsson hefur flogið yfir Eyjafjallajökul frá upphafi goss og tekið ljósmyndir.
Lesa meiraÞegar gaus í Eyjafjallajökli á nítjándu öld, 1821-1823, fylgdu gosinu nokkur jökulhlaup, aðallega úr Gígjökli, og var eitt þeirra langstærst; fyllti það hlaup alla gömlu farvegi Markarfljóts. Dreifing þess var kortlögð árið 2005. Hlaupið var svo stórt að núverandi varnargarðar myndu líklegast ekki ná að halda slíku í skefjum.
Lesa meiraÍ þessari grein má fá upplýsingar um eldgosið í Eyjafjallajökli, nánar tiltekið eldsumbrotin á Fimmvörðuhálsi. Upplýsingarnar eru uppfærðar eins fljótt og auðið er þegar einhverjar breytingar verða. Í greininni eru ljósmyndir, línurit og tenglar á ratsjármyndir; ásamt margvíslegum tenglum á skylt efni.
Lesa meiraForrit sem reiknar hraunflæði notar hæðarlíkan sem breytist um leið og hraunið flæðir um það, vegna þess að þar sem kvika storknar breytir hún landslaginu mjög mikið. Í upphafi gossins á Fimmvörðuhálsi voru meiri líkur á að hraunið rynni í Hvanngil en Hrunagil samkvæmt útreikningum. En um nóttina gerði mjög stífa austanátt sem átti þátt í því að hlaða upp gosefnum vestan við sprunguna. Það dugði til þess að hraunið rann í Hrunagil. Nokkrum dögum síðar tók hraunið þó að renna í Hvannárgil.
Lesa meiraSpennubreytingar í jarðskorpunni valda breytingum á rúmmáli bergsins.
Lesa meiraJarðskjálftaupplýsingar síðustu 48 klukkustundirnar koma frá sjálfvirkri útvinnslu úr SIL jarðskjálftakerfinu.
Lesa meiraÞegar eldgos hófst í Heklu 26. febrúar 2000 sýndu þenslumælar Veðurstofu Íslands miklar breytingar.
Lesa meiraHugmyndin að baki þenslumælum er einföld en smíði þeirra er nokkurt vandaverk. Þeir eru vökvafylltir stálsívalningar þar sem rúmmálsbreytingar valda vökvaflæði í mælinum sem numið er.
Lesa meiraÞenslumælakerfi Veðurstofu Íslands var sett upp árið 1979 til þess að fylgjast með hægfara breytingum á þenslu í jarðskorpunni á Suðurlandi.
Lesa meiraVeðurstofa Íslands rekur net símælandi GPS landmælingatækja víða um landið til þess að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum.
Lesa meiraJarðskjálftar verða þegar jarðskorpan, þ. e. hin brotgjarna skel jarðarkringlunnar, brotnar eða hrekkur til á gömlum brotflötum.
Lesa meiraÞegar jarðskorpan brotnar undan uppsafnaðri spennu leysist ákveðin orka úr læðingi. Oftast breytist mestöll orkan í hreyfiorku sem breiðist út með jarðskjálftabylgjum.
Lesa meira