Textaspá

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðvestan 3-8 m/s og bjart með köflum í dag, en norðaustan 5-10 í kvöld. Hiti 5 til 9 stig. Gengur í austan 8-15 á morgun, en hvassara á Kjalarnesi. Rigning og hiti 3 til 6 stig.
Spá gerð: 18.05 03:40. Gildir til: 19.05 00:00.

Suðurland

Vestan 3-8 m/s og þurrt. Norðlæg átt 3-10 á morgun og bjartviðri. Hiti 5 til 10 stig yfir daginn.
Spá gerð: 17.05 21:27. Gildir til: 19.05 00:00.

Faxaflói

Norðvestan 3-8 og úrkomulítið í nótt. Hægt vaxandi norðlæg átt og skýjað með köflum á morgun, 5-13 m/s síðdegis. Hiti 4 til 9 stig að deginum.
Spá gerð: 17.05 21:27. Gildir til: 19.05 00:00.

Breiðafjörður

Norðlæg átt 5-13 og stöku él í nótt og á morgun, hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 17.05 21:27. Gildir til: 19.05 00:00.

Vestfirðir

Norðan 8-13 og dálítil él í nótt, heldur hægari síðdegis á morgun. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 17.05 21:27. Gildir til: 19.05 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Vestan 5-10 og skúrir eða slydduél. Norðan 5-10 og dálítil él á morgun, hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 17.05 21:27. Gildir til: 19.05 00:00.

Norðurland eystra

Suðvestan 3-10 og skúrir eða slydduél. Norðvestan 8-13 og él í fyrramálið, en heldur hægari og úrkomuminna seinnipartinn á morgun. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 17.05 21:27. Gildir til: 19.05 00:00.

Austurland að Glettingi

Suðvestan 3-8 og bjart að mestu. Norðvestan 8-13 á morgun, dálítil él eða slydduél og hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 17.05 21:27. Gildir til: 19.05 00:00.

Austfirðir

Vestan 5-10 í nótt, en norðvestan 8-13 á morgun. Bjart að mestu og hiti 1 til 10 stig.
Spá gerð: 17.05 21:27. Gildir til: 19.05 00:00.

Suðausturland

Vestan og stöku skúrir í kvöld. Norðlægari á morgun og bjartviðri, hiti 7 til 13 stig yfir daginn.
Spá gerð: 17.05 21:27. Gildir til: 19.05 00:00.

Miðhálendið

Vestan 5-13 og él. Norðlægari á morgun með dálitlum éljum, en þurrt og bjart sunnan jökla. Hiti um frostmark, en að 5 stigum sunnantil.
Spá gerð: 17.05 21:27. Gildir til: 19.05 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag (hvítasunnudagur):
Gengur í austan 8-15 m/s, en 15-23 syðst á landinu eftir hádegi. Lengst af rigning á sunnanverðu landinu. Rigning eða slydda á norðurhelmingi landsins seinnipartinn og snjókoma á heiðum og til fjalla. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.

Á mánudag (annar í hvítasunnu):
Suðlæg átt 3-10, en austan 8-15 við norðurströndina fram eftir morgni. Rigning með köflum víða um land, en úrkomulítið vestanlands síðdegis. Hiti 3 til 10 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt og dálítil væta með köflum. Hiti 5 til 12 stig.

Á fimmtudag:
Sunnanátt og rigning vestantil, en þurrt um landið austanvert. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:
Austlæg átt, úrkomulítið og milt veður.
Spá gerð: 17.05 20:00. Gildir til: 24.05 12:00.