Textaspá

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hægt vaxandi suðaustanátt í dag og þykknar upp, 8-13 m/s síðdegis með slyddu og síðar rigningu og hlýnar í veðri.
Sunnan 8-13 á morgun og súld, en talsverð rigning seinnipartinn. Hiti 6 til 8 stig.
Spá gerð: 19.04 05:25. Gildir til: 20.04 00:00.

Suðurland

Hæg breytileg átt í nótt, víða léttskýjað og frost 0 til 6 stig. Vaxandi suðaustanátt á morgun og þykknar upp, 8-15 m/s síðdegis með rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri.
Spá gerð: 18.04 22:01. Gildir til: 20.04 00:00.

Faxaflói

Hæg breytileg átt í nótt, víða léttskýjað og frost 0 til 6 stig. Vaxandi suðaustanátt á morgun og þykknar upp, 8-15 m/s síðdegis með rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri.
Spá gerð: 18.04 22:01. Gildir til: 20.04 00:00.

Breiðafjörður

Hæg breytileg átt, þurrt og frost 0 til 5 stig. Vaxandi suðaustanátt á morgun, 10-15 síðdegis með slyddu eða rigningu, en 15-20 í vindstrengjum á Snæfellsnesi undir kvöld. Hlýnar í veðri.
Spá gerð: 18.04 22:01. Gildir til: 20.04 00:00.

Vestfirðir

Hæg breytileg átt í nótt, þurrt og frost 2 til 7 stig. Hægt vaxandi suðaustanátt á morgun og þykknar upp, 8-15 og dálítil snjókoma seinnipartinn, en slydda eða rigning annað kvöld og hiti 1 til 4 stig.
Spá gerð: 18.04 22:01. Gildir til: 20.04 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Hæg breytileg átt í nótt, rofar til og herðir á frosti. Hæg suðlæg átt á morgun og bjartviðri, en 5-10 undir kvöld, dálítil slydda og hlýnar.
Spá gerð: 18.04 22:01. Gildir til: 20.04 00:00.

Norðurland eystra

Hæg breytileg átt og léttir smám saman til í nótt og fyrramálið. Frost 2 til 10 stig. Hæg suðlæg átt á morgun og léttskýjað, en 5-10 annað kvöld, skýjað og hiti um frostmark.
Spá gerð: 18.04 22:01. Gildir til: 20.04 00:00.

Austurland að Glettingi

Hæg breytileg átt og léttir smám saman til í nótt og fyrramálið. Frost 2 til 10 stig. Hæg suðlæg átt á morgun og léttskýjað, en 5-10 annað kvöld, skýjað og hiti um frostmark.
Spá gerð: 18.04 22:01. Gildir til: 20.04 00:00.

Austfirðir

Norðan 3-8 og lítilsháttar él, en rofar til í fyrramálið. Frost 0 til 5 stig. Hæg suðlæg átt á morgun og bjartviðri, en 5-10 annað kvöld, dálítil slydda og hlýnandi veður.
Spá gerð: 18.04 22:01. Gildir til: 20.04 00:00.

Suðausturland

Austlæg átt 3-8 og stöku él eða skúrir. Hiti 0 til 5 stig. Þykknar upp seint á morgun með slyddu eða rigningu.
Spá gerð: 18.04 22:01. Gildir til: 20.04 00:00.

Miðhálendið

Hæg breytileg átt í nótt, léttir til og herðir á frosti. Hægt vaxandi suðlæg átt á morgun, 8-15 síðdegis og snjókoma með köflum. Minnkandi frost.
Spá gerð: 18.04 22:01. Gildir til: 20.04 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Suðvestan 5-10 m/s, en 10-15 á norðvestanverðu landinu. Yfirleitt þurrt og bjart veður og hiti 5 til 10 stig.

Á mánudag og þriðjudag:
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Víða léttskýjað, en skýjað með köflum við vesturströndina. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á miðvikudag:
Austan og suðaustan 3-8 m/s og bjartviðri, en 8-13 við suðurströndina og lítilsháttar væta þar. Hiti 4 til 11 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á fimmtudag:
Fremur hæg norðaustlæg átt, bjartviðri og hiti 2 til 8 stig, en skýjað og frost 0 til 6 stig norðaustantil.
Spá gerð: 19.04 08:34. Gildir til: 26.04 12:00.