Textaspá

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Vestan 3-8 m/s og léttskýjað, en skýjað og lítilsháttar væta í nótt og á morgun. Hiti 1 til 6 stig.
Spá gerð: 11.03 09:34. Gildir til: 13.03 00:00.

Suðurland

Norðvestan 3-8 m/s og bjart með köflum, en 8-13 á morgun. Súld vestast í nótt. Hiti 2 til 7 stig að deginum, en víða næturfrost.
Spá gerð: 11.03 09:21. Gildir til: 13.03 00:00.

Faxaflói

Norðvestlæg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum, en skýjað og sums staðar súld í nótt og á morgun. Hiti 2 til 6 stig, en sums staðar næturfrost.
Spá gerð: 11.03 09:21. Gildir til: 13.03 00:00.

Breiðafjörður

Vestan 5-13 m/s og bjart með köflum, en skýjað og sums staðar súld í nótt og á morgun. Hiti 1 til 6 stig.
Spá gerð: 11.03 09:21. Gildir til: 13.03 00:00.

Vestfirðir

Vestan og suðvestan 5-13 m/s og bjart með köflum, en skýjað og súld öðru hvoru í nótt og á morgun. Hiti 1 til 6 stig.
Spá gerð: 11.03 09:21. Gildir til: 13.03 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Suðvestan 5-13 m/s og léttskýjað, en skýjað að mestu á morgun. Hiti 1 til 6 stig.
Spá gerð: 11.03 09:21. Gildir til: 13.03 00:00.

Norðurland eystra

Vestlæg átt, 3-10 m/s og léttskýjað, en skýjað við sjávarsíðuna í nótt, skýjað með köflum á morgun. Hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 11.03 09:21. Gildir til: 13.03 00:00.

Austurland að Glettingi

Hæg vestlæg átt og léttskýjað, en bjart með köflum á morgun. Hiti 3 til 8 stig að deginum.
Spá gerð: 11.03 09:21. Gildir til: 13.03 00:00.

Austfirðir

Hæg suðlæg eða breytileg átt og léttskýjað. Hiti 3 til 8 stig.
Spá gerð: 11.03 09:21. Gildir til: 13.03 00:00.

Suðausturland

Hæg breytileg átt og yfirleitt léttskýjað. Hiti 3 til 10 stig.
Spá gerð: 11.03 09:21. Gildir til: 13.03 00:00.

Miðhálendið

Vestan 3-10 m/s, en 5-13 á morgun. Bjartviðri og frost 0 til 5 stig, en allvíða frostlaust yfir hádaginn.
Spá gerð: 11.03 09:21. Gildir til: 13.03 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Norðvestan 8-13 m/s við suðurströndina, en annars hæg breytileg átt. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, en annars bjart með köflum. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst.

Á föstudag:
Suðvestan 8-15 m/s og sums staðar dálítil væta, en skýjað og þurrt austanlands. Hiti 1 til 6 stig.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Sunnan- og suðvestan 8-15 m/s og dálítil rigning eða súld, en hægara og bjart með köflum norðaustanlands. Milt veður.
Spá gerð: 11.03 11:29. Gildir til: 18.03 12:00.