Textaspá

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg austlæg átt, lítilsháttar væta og hiti 2 til 5 stig.
Norðvestan 5-10 með morgninum og skúrir eða slydduél, en dregur úr vindi síðdegis, rofar til og kólnar.
Gengur í Suðaustan 15-23 með rigningu í fyrramálið og hlýnar í bili. Snýst í suðvestan 10-18 með skúrum um hádegi og jafnvel slydduéljum annað kvöld og kólnar aftur.
Spá gerð: 24.10 04:20. Gildir til: 25.10 00:00.

Suðurland

Austlæg átt 3-8 og skúrir. Hiti 3 til 7 stig. Norðvestan 5-13 og dálitlar skúrir eða slydduél á morgun, en léttir til annað kvöld. Hiti 1 til 5 stig.
Spá gerð: 23.10 21:54. Gildir til: 25.10 00:00.

Faxaflói

Austan og suðaustan 3-8 m/s með skúrum, hiti 2 til 7 stig. Snýst í norðan 8-15 og með skúrum eða slydduéljuml á morgun og kólnar í veðri. Suðaustan 3-8 og léttskýjað annað kvöld. Kólnar.
Spá gerð: 23.10 21:54. Gildir til: 25.10 00:00.

Breiðafjörður

Norðaustlæg átt, 3-8 m/s og rigning eða slydda af og til og hiti 1 til 5 stig. Gengur í norðan 8-15 með slyddu eða snjókomu í fyrramálið, en lægir smám saman og léttir til síðdegis á morgun. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 23.10 21:54. Gildir til: 25.10 00:00.

Vestfirðir

Norðaustlæg átt, 3-8 m/s og rigning eða slydda af og til og hiti 1 til 5 stig. Gengur í norðan 8-15 með slyddu eða snjókomu í fyrramálið, en lægir smám saman og léttir til síðdegis á morgun. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 23.10 21:54. Gildir til: 25.10 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Breytileg átt, 3-8 m/s og lítilsháttar rigning eða slydda og hiti 1 til 4 stig. Gengur í norðan og norðvestan 10-15 með slyddu eða snjókomu í fyrramálið, en lægir smám saman og rofar til seinnipartinn. Hiti nálægt frostmarki.
Spá gerð: 23.10 21:54. Gildir til: 25.10 00:00.

Norðurland eystra

Breytileg átt 5-13 og víða rigning eða súld og hlýnar heldur. Snýst í vestan og norðvestan 10-18 með slyddu eða snjókomu með köflum á morgun, hvassast á annesjum. Dregur úr vindi og rofar til annað kvöld. Hiti 0 til 5 stig, en frystir víða annað kvöld.
Spá gerð: 23.10 21:54. Gildir til: 25.10 00:00.

Austurland að Glettingi

Breytileg átt 5-13 og víða rigning eða súld og hlýnar heldur. Snýst í vestan og norðvestan 10-18 með slyddu eða snjókomu með köflum á morgun, hvassast á annesjum. Dregur úr vindi og rofar til annað kvöld. Hiti 0 til 5 stig, en frystir víða annað kvöld.
Spá gerð: 23.10 21:54. Gildir til: 25.10 00:00.

Austfirðir

Breytileg átt, 5-10 m/s og rigning í nótt. Hiti 3 til 6 stig. Suðvestan 8-13 og rofar til í fyrramáið, norðvestan 10-18 og bjart með köflum seininpartinn. Hægari um kvöldið og kólnar.
Spá gerð: 23.10 21:54. Gildir til: 25.10 00:00.

Suðausturland

Breytileg átt 5-13 m/s og rigning eða súld. Hiti 3 til 8 stig. Vestan og norðvestan 8-15 á morgun og bjartviðri, en lægir annað kvöld og kólnar.
Spá gerð: 23.10 21:54. Gildir til: 25.10 00:00.

Miðhálendið

Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, snjókoma eða slydda með köflum og hiti nærri frostmarki. Snýst í norðvestan 10-18 með snjókomu norðan jökla á morgun, en bjartviðri sunnantil og kólnandi veðri.
Spá gerð: 23.10 21:54. Gildir til: 25.10 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag (fyrsti vetrardagur):
Vestan og norðvestan 8-15 m/s og skúrir eða slydduél, en víða bjartviðri fyrir austan. Hiti 1 til 5 stig. Norðlægari og snjóél á norðanverðu landinu seinnipartinn, en rofar til syðra og kólnar.

Á sunnudag:
Norðvestan 8-15 m/s og él við norðusturströndina, en annars yfirleitt hæg breytileg átt og léttskýjað. Frost víða 1 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna.

Á mánudag:
Ákveðin suðlæg og suðvestlæg átt, rigning eða slydda og hiti 1 til 6 stig, en vestlægari um kvöldið og skúrir eða él og kólnar.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðvestlæg átt með skúrum eða slydduéljum, en bjart með köflum eystra. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 24.10 07:48. Gildir til: 31.10 12:00.