Textaspá

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Fremur hæg norðvestlæg átt og bjartviðri, en þykknar upp í kvöld. Suðaustan 5-10 m/s á morgun og súld með köflum, en 8-13 og rigning seinnipartinn. Hiti 8 til 13 stig.
Spá gerð: 29.06 09:59. Gildir til: 01.07 00:00.

Suðurland

Norðvestan og vestan 3-10 m/s og léttskýjað, en þykknar upp í kvöld. Suðaustan 5-13 á morgun og súld, en rigning seinnipartinn. Hiti 13 til 19 stig, en heldur svalara á morgun.
Spá gerð: 29.06 09:50. Gildir til: 01.07 00:00.

Faxaflói

Vestlæg eða breytileg átt 3-8 og lengst af léttskýjað. Suðaustan 8-15 á morgun og súld, hvassast sunnantil, en rigning síðdegis. Hiti 10 til 16 stig að deginum.
Spá gerð: 29.06 09:50. Gildir til: 01.07 00:00.

Breiðafjörður

Hæg breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 8 til 13 stig. Suðaustan 10-18 á morgun, hvassast á Snæfellsnesi. Dálítil súld, en rigning seinnipartinn og hlýnar.
Spá gerð: 29.06 09:50. Gildir til: 01.07 00:00.

Vestfirðir

Breytileg átt 3-8 og bjart með köflum. Sunnan 8-15 á morgun, skýjað og dálítil súld, en rigning seinnipartinn. Hiti 8 til 15 stig.
Spá gerð: 29.06 09:50. Gildir til: 01.07 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Hæg breytileg átt og yfirleitt léttskýjað, hiti 10 til 17 stig. Sunnan 5-13 á morgun og skýjað með köflum, en rigning annað kvöld. Hiti 13 til 20 stig að deginum.
Spá gerð: 29.06 09:50. Gildir til: 01.07 00:00.

Norðurland eystra

Norðvestan 3-8 og léttir smám saman til. Hiti 8 til 14 stig. Suðlæg átt, 3-10 á morgun og bjart með köflum, en rigning vestantil seint annað kvöld. Hiti 15 til 22 stig að deginum.
Spá gerð: 29.06 09:50. Gildir til: 01.07 00:00.

Austurland að Glettingi

Minnkandi norðvestanátt, 5-13 síðdegis og dálítil væta með köflum, hiti 8 til 14 stig. Lægir og léttir til í kvöld. Sunnan 3-8 á morgun og bjartviðri, hiti 15 til 21 stig að deginum.
Spá gerð: 29.06 09:50. Gildir til: 01.07 00:00.

Austfirðir

Norðvestan 8-15 og rigning með köflum, en hægari og bjartviðri í kvöld. Hiti 7 til 14 stig. Sunnan 3-10 á morgun, hvassast við ströndina. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðantil.
Spá gerð: 29.06 09:50. Gildir til: 01.07 00:00.

Suðausturland

Breytileg átt 3-10 og bjartviðri, en norðvestan 8-13 og dálítil væta austast. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast syðst. Sunnan 3-8 á morgun, skýjað og lítilsháttar væta, en rigning annað kvöld. Hiti 9 til 14 stig.
Spá gerð: 29.06 09:50. Gildir til: 01.07 00:00.

Miðhálendið

Minnkandi norðvestanátt, 3-8 eftir hádegi og léttir til, en 8-13 austast. Hiti 8 til 17 stig að deginum, hlýjast syðst. Sunnan 8-15 á morgun og þykknar upp með rigningu annað kvöld. Hægari og bjart norðan Vatnajökuls og hlýnar þar.
Spá gerð: 29.06 09:50. Gildir til: 01.07 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðvestan 5-13 m/s og rigning eða súld með köflum. Léttir til þegar líður á daginn, fyrst sunnan- og vestanlands. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast fyrir austan.

Á þriðjudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt, 3-8. Bjart með köflum og stöku skúrir, en skýjað vestantil og súld eða rigning þar um kvöldið. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á miðvikudag:
Norðaustan 5-13 og rigning með köflum, en þurrt norðaustanlands. Hiti 6 til 14 stig, svalast norðvestantil.

Á fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir norðlæga átt og vætu í flestum landshlutum, en síðdegisskúrir suðvestantil. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands.
Spá gerð: 29.06 08:22. Gildir til: 06.07 12:00.