Textaspá

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Sunnan 10-15 og rigning eða súld. Hiti 5 til 8 stig. Hægari, vestlæg átt og skúrir í nótt en él á morgun. Snýst í norðanátt og léttir til annað kvöld og hiti nærri frostmarki.
Spá gerð: 17.01 15:28. Gildir til: 19.01 00:00.

Suðurland

Sunnan 10-18 og súld eða rigning en vestlægari í nótt. Vestan 8-13 og dálitlar skúrir á morgun en norðvestan 5-13 og léttir til annað kvöld. Hiti 4 til 8 stig en 1 til 5 stig á morgun.
Spá gerð: 17.01 09:35. Gildir til: 19.01 00:00.

Faxaflói

Sunnan 10-18 og rigning, talsverð á sunnanverðu Snæfellsnesi. Suðvestan og vestan 8-15 og skúrir á morgun en norðlægari og léttir til annað kvöld. Hiti 4 til 8 stig en kólnandi á morgun.
Spá gerð: 17.01 09:35. Gildir til: 19.01 00:00.

Breiðafjörður

Sunnan 13-20 og talsverð eða mikil rigning. Hiti 4 til 8 stig. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld. Hægari í kvöld og nótt og kólnar. Vestlæg átt, 8-15 m/s og él á morgun, frost 0 til 6 stig.
Spá gerð: 17.01 09:35. Gildir til: 19.01 00:00.

Vestfirðir

Sunnan 13-20 og talsverð eða mikil rigning. Hiti 4 til 8 stig. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld. Hægari í kvöld og nótt og kólnar. Vestlæg átt, 8-15 m/s og él á morgun, frost 0 til 6 stig.
Spá gerð: 17.01 09:35. Gildir til: 19.01 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Sunnan og suðvestan 15-23 og rigning með köflum. Hiti 3 til 8 stig. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu í fyrramálið og kólnar. Snýst í norðan 8-15 með éljum annað kvöld. Frost 2 til 8 stig.
Spá gerð: 17.01 09:35. Gildir til: 19.01 00:00.

Norðurland eystra

Suðvestan 15-23, hvassast og stöku skúrir vestantil annars úrkomulítið. Hiti 3 til 8 stig. Víða 13-20 í nótt en vestan 8-15 og úrkomulítið síðdegis á morgun. Norðlægari með éljum og kólnandi veðri annað kvöld.
Spá gerð: 17.01 09:35. Gildir til: 19.01 00:00.

Austurland að Glettingi

Suðvestan 13-20, en 8-15 í kvöld og nótt. Skýjað með köflum. Hægari á morgun og snýst í norðvestan 8-13 með éljum og kólnandi veðri annað kvöld.
Spá gerð: 17.01 09:35. Gildir til: 19.01 00:00.

Austfirðir

Suðvestan 10-18 m/s, skýjað með köflum og hiti 5 til 10 stig. Heldur hægari á morgun. Snýst í norðvestan 8-13 annað kvöld og kólar.
Spá gerð: 17.01 09:35. Gildir til: 19.01 00:00.

Suðausturland

Suðvestan 10-18 og snarpar vindhviður við Öræfajökul. Rigning með köflum og hiti 4 til 8 stig. Vestan 8-15 á morgun og stöku skúrir en léttir til og kólnar annað kvöld.
Spá gerð: 17.01 09:35. Gildir til: 19.01 00:00.

Miðhálendið

Suðvestan 18-25 og rigning eða slydda en þurrt norðan Vatnajökuls. Hiti 2 til 7 stig. Suðvestan 15-20 á morgun og bjartviðri en stöku él sunnantil. Frost 2 til 7 stig annða kvöld.
Spá gerð: 17.01 09:35. Gildir til: 19.01 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Vestlæg átt 3-10 og bjart með köflum. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands en þykknar upp og hlýnar við V-ströndina um kvöldið.

Á fimmtudag:
Sunnan- og suðvestanátt, 8-13 m/s. Rigning á köflum, en úrkomulítið A-lands. Hiti 3 til 10 stig. Hvessir heldur um kvöldið.

Á föstudag:
Suðvestan 10-18 m/s. Talsverð rigning en áfram þurrt að kalla á norðausturlandi. Hiti 3 til 8 stig. Kólnar með éljum þegar líður á daginn.

Á laugardag:
Allhvöss suðvestanátt og slydda eða snjókoma, en rigning suðaustanlands og úrkomulítið NA-lands fram á kvöld. Hiti 0 til 5 stig en kólnar seinnipartinn.

Á sunnudag:
Útlit fyrir vestlæga átt með éljum á vestanverðu landinu annars bjart með köflum. Talsvert frost, víðast hvar.
Spá gerð: 17.01 10:21. Gildir til: 24.01 12:00.