Textaspá

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustan 5-13 m/s, skýjað og lítilsháttar væta öðru hvoru. Hvessir með rigningu í nótt.

Austan 10-18 og styttir upp á morgun, hvassast á Kjalarnesi, en fer að rigna seinnipartinn. Hiti 3 til 7 stig.
Spá gerð: 04.03 04:23. Gildir til: 05.03 00:00.

Suðurland

Norðaustan 5-13 m/s og dálítil slydda eða snjókoma, en rigning austast og hlýnar heldur. Suðaustan 8-15 og rigning öðru hvoru á morgun, hvassast við ströndina. Hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 03.03 21:37. Gildir til: 05.03 00:00.

Faxaflói

Austlæg átt 5-13 og dálítil snjókoma. Frost 0 til 7 stig. Suðaustan 5-13 og dálítil rigning á morgun. Hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 03.03 21:37. Gildir til: 05.03 00:00.

Breiðafjörður

Austlæg átt 5-10 og dálítil snjókoma. Frost 1 til 6 stig. Suðaustan 5-13 og rigning öðru hvoru á morgun. Hiti 1 til 6 stig.
Spá gerð: 03.03 21:37. Gildir til: 05.03 00:00.

Vestfirðir

Austan og norðaustan 5-13 og lítilsháttar snjókoma. Frost 0 til 5 stig. Suðaustan 5-10 og bjart með köflum á morgun. Hiti 1 til 6 stig.
Spá gerð: 03.03 21:37. Gildir til: 05.03 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Austan og norðaustan 5-13 og lítilsháttar snjókoma. Frost 2 til 12 stig. Suðaustan 8-13 og skýjað með köflum á morgun. Hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 03.03 21:37. Gildir til: 05.03 00:00.

Norðurland eystra

Suðaustan 5-13 og lítilsháttar snjókoma, en 8-15 og úrkomulítið á morgun. Frost 1 til 13 stig, kaldast í innsveitum.
Spá gerð: 03.03 21:37. Gildir til: 05.03 00:00.

Austurland að Glettingi

Suðaustan 5-13 og slydda eða snjókoma, en rigning við ströndina. Hiti í kringum frostmark. Suðaustan 8-15 og lítilsháttar rigning á morgun. Hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 03.03 21:37. Gildir til: 05.03 00:00.

Austfirðir

Norðaustan 8-15 og slydda eða rigning, en snjókoma til fjalla. Hiti 0 til 5 stig. Suðaustan 8-13 og rigning eða súld með köflum á morgun. Hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 03.03 21:37. Gildir til: 05.03 00:00.

Suðausturland

Norðaustan 10-18 og rigning, hvassast í Öræfum. Hlýnar talsvert. Suðaustan 8-13 og rigning eða súld á morgun og hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 03.03 21:37. Gildir til: 05.03 00:00.

Miðhálendið

Austlæg átt 8-15, snjókoma með köflum og minnkandi frost. Suðaustan 10-18 og slydda eða snjókoma öðru hvoru á morgun, en þurrt að mestu norðan jökla. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 03.03 21:37. Gildir til: 05.03 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Austan og suðaustan 13-18 m/s og dálítil rigning sunnantil, hiti 2 til 7 stig, en bætir í úrkomu undir kvöld. Hægara, þurrt að kalla og heldur svalara norðan heiða.

Á miðvikudag:
Austan 10-18 m/s, hvassast syðst. Rigning sunnanlands, talsverð um kvöldið, en þurrt að mestu fyrir norðan. Hiti 2 til 9 stig, hlýjast sunnantil.

Á fimmtudag:
Suðaustan 8-15 og rigning með köflum, einkum suðaustanlands en þurrt að mestu norðanlands. Hiti 1 til 6 stig.

Á föstudag:
Suðaustlæg átt og dálítil rigning austantil en léttir til vestanlands. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Austanátt og bjart með köflum en lítilsháttar rigning eða slydda austantil. Hiti nálægt frostmarki, en 0 til 5 stig sunnanlands.

Á sunnudag:
Útlit fyrir austlæga átt. Skýjað og dálítil rigning eða slydda sunnan- og austantil en bjart með köflum í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 6 stig en um eða undir frostmarki fyrir norðan.
Spá gerð: 03.03 20:56. Gildir til: 10.03 12:00.