Textaspá

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg breytileg átt eða hafgola og skýjað, en léttir til seinnipartinn. Hiti 8 til 13 stig.
Útlit fyrir versnandi loftgæði vegna gosmóðu seinnipartinn.
Léttskýjað á morgun og snýst í norðvestan 5-10 m/s síðdegis. Hiti 10 til 18 stig.
Spá gerð: 14.06 04:35. Gildir til: 15.06 00:00.

Suðurland

Lægir og styttir upp í nótt, breytileg átt 3-8 m/s og bjart með köflum á morgun. Hiti 11 til 17 stig.
Spá gerð: 13.06 21:17. Gildir til: 15.06 00:00.

Faxaflói

Suðaustan 5-10 og skýjað en úrkomulítið. Breytileg átt 3-8 á morgun og léttir til síðdegis. Hiti 10 til 16 stig.
Spá gerð: 13.06 21:17. Gildir til: 15.06 00:00.

Breiðafjörður

Breytileg átt 3-8, skýjað og sums staðar dálítil væta en léttir til síðdegis á morgun. Hiti 11 til 17 stig.
Spá gerð: 13.06 21:17. Gildir til: 15.06 00:00.

Vestfirðir

Breytileg átt 3-8 og bjart með köflum. Hiti 11 til 17 stig.
Spá gerð: 13.06 21:17. Gildir til: 15.06 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Norðlæg eða breytileg átt 3-8. Bjart að mestu og hiti 8 til 16 stig, en svalara í þokulofti við ströndina.
Spá gerð: 13.06 21:17. Gildir til: 15.06 00:00.

Norðurland eystra

Breytileg átt 3-8, en suðlæg átt 8-13 austantil í fyrstu. Léttskýjað en sums staðar þokuloft með ströndinni. Hiti 10 til 18 stig.
Spá gerð: 13.06 21:17. Gildir til: 15.06 00:00.

Austurland að Glettingi

Dregur úr vindi í nótt, breytileg átt 3-8 og léttskýjað á morgun, en víða þoka við sjóinn. Hiti 10 til 16 stig.
Spá gerð: 13.06 21:17. Gildir til: 15.06 00:00.

Austfirðir

Suðlæg átt 3-8, skýjað og lítilsháttar væta sunnantil. Fremur hæg breytileg átt og léttskýjað á morgun, en víða þokubakkar við sjóinn. Hiti 7 til 13 stig.
Spá gerð: 13.06 21:17. Gildir til: 15.06 00:00.

Suðausturland

Dregur úr vindi og úrkomu í nótt, austan 3-8 og léttskýjað á morgun. Hiti 9 til 15 stig.
Spá gerð: 13.06 21:17. Gildir til: 15.06 00:00.

Miðhálendið

Lægir og styttir upp í nótt, breytileg átt 3-8 og léttskýjað á morgun. Hiti 7 til 16 stig að deginum, hlýjast norðan Vatnajökuls.
Spá gerð: 13.06 21:17. Gildir til: 15.06 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og bjart með köflum, en stöku síðdegis skúrir sunnanlands. Hiti 10 til 18 stig, en þokuloft og svalara við norður- og austurströndina.

Á sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8. Skýjað og sums staðar dálítil væta en léttskýjað suðvestantil. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á mánudag (lýðveldisdagurinn):
Breytileg átt 3-8 og bjart með köflum, en skýjað og dálítil væta sunnanlands. Hiti 5 til 14 stig, svalast fyrir austan.

Á þriðjudag:
Norðanátt, skýjað og dálítil rigning, en bjart með köflum vestanlands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast sunnanlands.

Á miðvikudag:
Sunnan- og suðaustanátt með rigningu vestanlands en lengst af þurrt fyrir austan. Hiti 8 til 13 stig.

Á fimmtudag (sumarsólstöður):
Útlit fyrir austlæga átt. Bjart með köflum en sums staðar dálitlar skúrir. Hiti 10 til 15 stig.
Spá gerð: 13.06 20:36. Gildir til: 20.06 12:00.