Textaspá

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan 5-13 m/s og bjartviðri, hvassast á Kjalarnesi. Hiti 9 til 14 stig.
Spá gerð: 21.05 09:09. Gildir til: 23.05 00:00.

Suðurland

Hæg norðlæg átt og bjart köflum, en líkur á síðdegisskúrum og þokulofti við ströndina í nótt. Hiti 10 til 16 stig að deginum.
Spá gerð: 21.05 09:05. Gildir til: 23.05 00:00.

Faxaflói

Norðan 8-15 m/s, hvassast á Snæfellsnesi. Léttskýjað og hiti 10 til 15 stig yfir daginn. Heldur hægari á morgun.
Spá gerð: 21.05 09:05. Gildir til: 23.05 00:00.

Breiðafjörður

Norðaustlæg átt, 8-13 m/s. Skýjað með köflum, en skúrir á stöku stað. Yfirleitt þurrt á morgun. Hiti 6 til 11 stig.
Spá gerð: 21.05 09:05. Gildir til: 23.05 00:00.

Vestfirðir

Norðaustan 5-13 m/s, hvassast nyrst. Dálítil rigning og hiti 5 til 10 stig, en lengst af þurrt á morgun.
Spá gerð: 21.05 09:05. Gildir til: 23.05 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Norðan 5-13 m/s, hvassast á Ströndum. Rigning eða súld og hiti 5 til 12 stig, mildast í innsveitum. Víða þoka í nótt, en úrkomuminna á morgun og heldur svalara.
Spá gerð: 21.05 09:05. Gildir til: 23.05 00:00.

Norðurland eystra

Norðlæg átt 3-8 m/s og súld eða rigning. Hiti 5 til 12 stig. Þoka í nótt, en úrkomuminna og svalara á morgun.
Spá gerð: 21.05 09:05. Gildir til: 23.05 00:00.

Austurland að Glettingi

Norðlæg átt 3-8 m/s og súld eða rigning. Hiti 5 til 12 stig. Þoka í nótt, en úrkomuminna og svalara á morgun.
Spá gerð: 21.05 09:05. Gildir til: 23.05 00:00.

Austfirðir

Norðan 3-8 m/s og rigning eða þokusúld, en 5-10 og úrkomuminna á morgun. Hiti 5 til 10 stig.
Spá gerð: 21.05 09:05. Gildir til: 23.05 00:00.

Suðausturland

Norðaustan 5-10 m/s og skúrir, en rigning austast. Þurrt að kalla í nótt en líkur á þoku og stöku skúrir á morgun. Hiti 8 til 15 stig.
Spá gerð: 21.05 09:05. Gildir til: 23.05 00:00.

Miðhálendið

Norðaustan 5-10 m/s og víða súld eða rigning, en bjart með köflum sunnan jökla. Hiti 3 til 10 stig. Norðlægari, úrkomuminna og heldur svalara á morgun.
Spá gerð: 21.05 09:05. Gildir til: 23.05 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og lítilsháttar væta norðan- og austanlands, en síðdegisskúrir sunnantil. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast sunnanlands.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Breytileg átt, skýjað og dálítil væta í flestum landshlutum. Hiti 5 til 12 stig.

Á fimmtudag (uppstigningardagur):
Norðvestlæg átt og væta og svalt norðantil, en bjart og milt að mestu syðra.

Á föstudag:
Útlit fyrir austanátt og rigningu um landið sunnanvert, en þurrt norðantil.
Spá gerð: 21.05 08:09. Gildir til: 28.05 12:00.