Textaspá

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 8-15 m/s og dálítil rigning, en bætir í úrkomu seint í kvöld. Dregur úr vindi og úrkomu í fyrramálið, suðaustan 5-10 og lengst af þurrt um hádegi á morgun. Hiti 4 til 9 stig.
Spá gerð: 18.02 18:12. Gildir til: 20.02 00:00.

Suðurland

Austan 8-15 m/s og rigning með köflum, en 15-20 syðst. Talsverð úrkomu um tíma í nótt. Dregur úr vindi og rigningu í fyrramálið, suðaustan 5-13 og dálítil væta síðdegis. Hiti 4 til 10 stig.
Spá gerð: 18.02 10:13. Gildir til: 20.02 00:00.

Faxaflói

Austan 8-15 og rigning með köflum, en úrkomumeira um tíma í nótt. Minnkandi suðaustanátt á morgun, 5-10 m/s og dálítil rigning síðdegis. Hiti 3 til 8 stig.
Spá gerð: 18.02 10:13. Gildir til: 20.02 00:00.

Breiðafjörður

Austan 5-10, en 8-13 í kvöld. Dálítil væta, hiti 1 til 5 stig. Bætir í rigningu og vind í nótt. Austan 13-18 og rigning í fyrramálið, en hægari og styttir upp síðdegis. Hiti 3 til 8 stig.
Spá gerð: 18.02 10:13. Gildir til: 20.02 00:00.

Vestfirðir

Breytileg átt 3-8 og bjart með köflum, en hvessir í kvöld og nótt. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn. Austlæg eða breytileg átt 5-13 og rigning á morgun, en lægir og dregur úr vætu síðdegis. Hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 18.02 10:13. Gildir til: 20.02 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Austlæg eða breytileg átt 3-8 og lítilsháttar væta eða slydda. Hlýnar í veðri, hiti 1 til 6 stig í kvöld. Hvessir með rigningu í nótt. Suðlæg 5-13 í fyrramálið, en hægari og dregur úr vætu síðdegis, hiti 6 til 11 stig
Spá gerð: 18.02 10:13. Gildir til: 20.02 00:00.

Norðurland eystra

Suðaustan 5-13, skýjað og sums staðar lítilsháttar rigning eða slydda á morgun, hiti 0 til 5 stig. Hlýnar með dálítilli vætu í nótt, hiti 4 til 9 stig á morgun.
Spá gerð: 18.02 10:13. Gildir til: 20.02 00:00.

Austurland að Glettingi

Suðaustan 5-13 og dálítil rigning eða slydda. Hiti 0 til 5 stig, en hlýnar í nótt. Rigning á morgun, en úrkomuminna norðantil, hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 18.02 10:13. Gildir til: 20.02 00:00.

Austfirðir

Suðaustan 8-13 og snjókoma eða slydda, en síðar rigning, hiti 1 til 5 stig undir kvöld. Talsverð úrkoma í nótt og á morgun, en dregur úr vætu annað kvöld.
Spá gerð: 18.02 10:13. Gildir til: 20.02 00:00.

Suðausturland

Austan 10-18 og rigning, en hægari austan Öræfa. Bætir verulega í úrkomu í nótt. Hiti 4 til 9 stig. Dregur úr vindi á morgun og vætu undir kvöld.
Spá gerð: 18.02 10:13. Gildir til: 20.02 00:00.

Miðhálendið

Suðaustan 13-20, hvassast syðst. Dálítil snjókoma, en síðar slydda eða rigning. Hlýnar í veðri, hiti um eða yfir frostmarki í kvöld. Bætir í vind og úrkomu í nótt. Suðaustan 13-20 með rigningu eða slyddu á morgun, en þurrt norðan Vatnajökuls. Dregur úr vindi og úrkomu seinnipartinn og kólnar.
Spá gerð: 18.02 10:13. Gildir til: 20.02 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Austlæg átt 5-13 m/s og rigning með köflum, en dálítil slydda norðanlands undir kvöld. Hiti víða 2 til 6 stig, en rétt yfir frostmarki norðvestantil.

Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt 5-13. Væta með köflum og hiti 1 til 6 stig, en þurrt að kalla og hiti í kringum frostmark norðantil.

Á laugardag:
Breytileg átt 3-10 og víða dálitlar skúrir eða él, einkum sunnanlands. Kólnar í veðri.

Á sunnudag:
Norðanátt og stöku él á víð og dreif, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Frost 0 til 4 stig, en frostlaust við suðurströndina.

Á mánudag:
Útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt og dálítil él, einkum norðanlands. Herðir á frosti.
Spá gerð: 18.02 09:10. Gildir til: 25.02 12:00.