Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Lægð suðvestur í hafi kemur upp að Reykjanesi í dag. Henni fylgir allhvöss austanátt á sunnanverðu landinu, en stormur syðst. Heldur hægari norðanlands. Rigning á sunnanverðu landinun, en rigning eða slydda norðantil upp úr hádegi og snjókoma til fjalla. Færð gæti spillst seinnipartinn á fjallvegum á Norður- og Austurlandi og hafa verið gefnar út gular viðvaranir vegna þess, einning vegna vinds syðra.

Í kvöld og nótt fara skil lægðarinnar norður yfir land og veðrið skánar. Á morgun er útlit fyrir minnkandi sunnanátt með dálitlum skúrum, en nokkuð samfelldri rigningu á Suðausturlandi. Það hlýnar í veðri og hiti ætti að komast í 12 til 13 stig norðan- og austanlands.
Spá gerð: 19.05.2024 07:35. Gildir til: 20.05.2024 00:00.

Veðuryfirlit

Um 350 km SV af Reykjanesi er heldur vaxandi 1003 mb lægð sem fer NA, en yfir N-Grænlandi er 1036 mb hæð. Yfir NE-Finlandi er 1000 mb lægð á hreyfingu ANA.
Samantekt gerð: 19.05.2024 07:43.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 24.04.2024 09:49.

Veðurhorfur á landinu

Austan 8-15 m/s, en 13-23 sunnantil, hvassast syðst. Lengst af rigning á sunnanverðu landinu. Rigning eða slydda á norðurhelmingi landsins seinnipartinn og snjókoma á heiðum og til fjalla. Hiti 1 til 10 stig, mildast sunnanlands.

Sunnan 5-13 á morgun, en heldur hvassara við norðurströndina í fyrstu. Dálitlar skúrir á víð og dreif, en rigning fram eftir degi suðaustanlands. Hiti 5 til 12 stig.
Spá gerð: 19.05.2024 09:55. Gildir til: 21.05.2024 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 8-15 og rigning, en hvassara á Kjalarnesi. Hiti 3 til 8 stig. Sunnan 5-13 á morgun og stöku skúrir, hiti 6 til 10 stig.
Spá gerð: 19.05.2024 09:55. Gildir til: 21.05.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og skúrir, en styttir upp um landið austanvert seinnipartinn. Hiti 6 til 12 stig.

Á miðvikudag:
Suðvestan 5-13 en austlæg átt 5-10 á Vestfjörðum. Skúrir á vestanverðu landinu en lengst af þurrt austanlands. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:
Vestlæg átt 3-10 og stöku skúrir, en suðaustanátt og fer að rigna sunnan- og vestanlands undir kvöld. Hiti 3 til 10 stig.

Á föstudag:
Suðaustlæg átt og súld eða rigning sunnan- og vestanlands, en dregur úr úrkomu síðdegis. Bjart með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti 9 til 14 stig.

Á laugardag:
Útlit fyrir austlæga átt. Lítilsháttar væta um sunnan- og vestanvert landið en bjart að mestu fyrir norðan og austan. Hlýtt í veðri.
Spá gerð: 19.05.2024 08:34. Gildir til: 26.05.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica