Snjóhula 1925 til 2006

Trausti Jónsson 26.1.2007

línurit
Mynd 1. Snjóhula í byggð snjóárin 1925 til 2006. Snjóárið nær frá september til og með ágúst. Ártalið 2003 á þannig við tímabilið frá september 2002 til ágúst 2003.

Myndin sýnir snjóhulu í byggð á landinu frá 1925 til 2006. Allri snjóhulu vetranna er safnað saman í eina tölu, snjóhula snjóársins 1948 til 1949 jafngildir því að allt landið hafi verið alhvítt í 162 daga samfleytt.

Í raun er landið allt fremur sjaldan alhvítt lengi í einu. Minnst var snjóhulan veturinn 2002 til 2003, 56 daga.

Við sjáum að síðustu sex árin, frá 2001 að telja, hafa verið óvenju snjólétt.

Litlu snjómeira var á árunum 1959 til 1965.

Mestu snjóaveturnir komu á árunum 1949 til 1952, um 1970, 1979 til 1984, 1989 og 1990 og 1995.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica