Snjóflóðið á Flateyri 21. febrúar 1999 og áhrif varnargarða ofan byggðarinnar

Tómas Jóhannesson, Oddur Pétursson, Jón Gunnar Egilsson, Gunnar Guðni Tómassson
Náttúrufræðingurinn,, 69, 1, 3-10, 1999

Ágrip

Stórt snjóflóðið féll úr Skollahvilft á Flateyri skömmu eftir hádegi 21. febrúar 1999. Nýbyggðir varnargarðar beindu því frá byggðinni og út í sjó austan eyrarinnar. Þetta flóð var mun minna en mannskaðaflóðið 26. október 1995, en engu að síður meðal stærri flóða sem fallið hafa úr Skollahvilft á öldinni. Snjóflóðið 21. febrúar er eitt örfárra flóða í heiminum sem fallið hafa á leiðigarð og gefa mælingar á því mikilvægar upplýsingar um áhrifamátt slíkra varnarmannvirkja. Svo vel vildi til að veðri slotaði sama dag og flóðið féll og voru öll ummerki þess mjög greinileg daginn eftir þegar starfsmenn Veðurstofu Íslands, ásamt nokkrum áhugamönnum, mældu útlínur flóðsins, þykkt snævar í tungunni, ummerki á garðinum og fleira sem máli skiptir til þess að leggja mat á stærð flóðsins og áhrif garðanna. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þessum mælingum og þær bornar saman við flóðið í október 1995.


Uppfært: október 1999. Athugasemdir sendist til: tj@vedur.is