Flateyri |
![]() |
Heim > Snjóflóð > Hættumat > Flateyri |
Staða: Staðfest af umhverfisráðherra
Hættumat vegna ofanflóða á Flateyri var unnið af Veðurstofu Íslands á vegum hættumatsnefndar Ísafjarðarbæjar. Umhverfisráðherra skipaði nefndina í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats.
Vinna við hættumat fyrir Flateyri hófst 2003 og vettvangskönnun fór fram þá um haustið. Niðurstöður hættumatsins voru kynntar á opnum borgarafundi 11. maí 2004 og lágu síðan frammi til kynningar í fjórar vikur. Ein athugasemd barst. Megininntak hennar sneri að snjóflóðavarnargörðum sem reistir hafa verið á Flateyri og hvernig hætta er metin neðan þeirra. Einnig voru gerðar almennar athugasemdir við hættumatið og forsendur þess. Fjallað var um athugasemdina í nefndinni og leitað skýringa Veðurstofu Íslands, en ekki þótti tilefni til að endurskoða hættumatið vegna hennar. Hættumatið var staðfest af umhverfisráðherra 17. nóvember 2004.
Matsvinna
Hættumatsnefnd Ísafjarðarbæjar
Nauðsynlegt er að hafa Acrobat Reader 5.0 eða nýrri útgáfu til að
skoða skýslur og kort. Nýjustu útgáfu er hægt að sækja hér:
Skýrslur og kort
Uppfært: 06.03.2006 Fyrirspurnir og athugasemdir: hmat @ vedur.is