Breytileg átt 3-8 m/s og skúrir, einkum síðdegis.
Rigning suðaustan- og austanlands í kvöld og bætir aðeins í vind.
Norðan og norðaustan 5-13 og víða súld eða dálítil rigning í fyrramálið. Smáskúrir eftir hádegi á morgun, en að mestu þurrt á Suður- og Vesturlandi.
Hiti 5 til 13 stig.
Spá gerð 25.05.2025 09:35
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
5,1 | 24. maí 14:21:51 | Yfirfarinn | 2,6 km ASA af Geirfuglaskeri á Rneshr. |
4,8 | 24. maí 16:27:31 | 39,5 | 263,5 km VSV af Eldeyjarboða á Rneshr. |
3,9 | 24. maí 15:36:44 | Yfirfarinn | 3,4 km NNV af Geirfugladrangi á Rneshr. |
Í hádeginu í gær, 24. maí hófst jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg, um 10 km V af Eldey. Stærsti skjálftinn var kl 14:21 og var hann 5,1 að stærð. Skjálftinn fannst vel á SV-horninu. Rúmlega 500 skjálftar hafa mælst í hrinunni þegar þetta er skrifað, þar af um 30 yfir 3 að stærð. Jarðskjálftavirkni er algeng á svæðinu.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 25. maí 07:21
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|
Búast má við vatnavöxtum á landinu næstu daga vegna úrkomu og leysinga. Ár í flestum landshlutum eru líklegar til að vaxa umtalsvert, en þó einkum ár kringum Mýrdalsjökul og á suðausturhorni landsins. Samhliða vatnavextinum eykst skriðu- og grjóthrunshætta á SA-landi, sjá nánar í opinni frétt skriðuvaktar.
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 23. maí 10:57
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | sun. 25. maí | mán. 26. maí | þri. 27. maí |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Tröllaskagi utanverður
|
![]() |
![]() |
![]() |
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Dagana 13. til 22. maí 2025 var óvenjuleg hitabylgja á landinu sem orsakaðist af langvarandi hæð við Færeyjar sem færðist síðan smám saman yfir Ísland. Hæðin beindi hlýju lofti úr suðri til landsins dögum saman. Þrátt fyrir að dæmi séu til um svipuð veðurskilyrði, er hitabylgjan þessa daga óvenjuleg og það er merkilegt hversu snemma árs hún átti sér stað, hversu lengi hún stóð og hversu útbreidd hún varð.
Uppfært 20. maí
Áframhaldandi landris mælist í Svartsengi, sem bendir til áframhaldandi kvikusöfnunar á svæðinu. Ef hraði landrissins helst svipaður og hann hefur verið undanfarnar vikur, má ætla að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi fari að aukast þegar líða fer á haustið. Breytingar á hraða landriss, og þar með kvikusöfnunar undir Svartsengi, geta þó haft áhrif á þetta mat.
Apríl var óvenjulega hlýr á landinu öllu, sérstaklega fyrstu tíu dagar mánaðarins. Á landsvísu var þetta 5. hlýjasti aprílmánuður frá upphafi mælinga. Tíð var góð, það var hægviðrasamt og tiltölulega þurrt um stóran hluta landsins. Gróður tók vel við sér.
Lesa meiraUm 80 manns tóku þátt á fyrsta fundi í ICEWATERverkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum í Reykjavík. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.
Lesa meiraUppfært 8. apríl kl. 15:10
Aflögunargögn sýna skýrt merki um að landris haldi áfram undir Svartsengi. Landris mælist nú hraðara en eftir síðustu eldgos. Það gæti skýrst af því hversu mikið rúmmál kviku fór úr kerfinu í þessum síðasta atburði.
Hins vegar er enn of snemmt að segja til um áframhaldandi þróun á hraða kvikusöfnunarinnar. Reynsla frá fyrri atburðum sýnir þó að hraði kvikusöfnunar minnkar yfirleitt eftir því sem líður á kvikusöfnunartímabilið milli gosa. Bíða þarf í allavega viku, mögulega nokkrar vikur, til að segja til um hvort og þá hversu mikið hraði kvikusöfnunar mun breytast.
Lesa meiraÞann 1. apríl 2025 voru gerðar smávægilegar en gagnlegar breytingar á útvarpslestri veðurfrétta frá Veðurstofu Íslands á RÁS 1. Tímasetningar veðurfregna haldast óbreyttar, en innihaldið hefur verið tilsniðið til að veita hlustendum betri og markvissari þjónustu.
Lesa meiraRykþyrlar eru algengir á hlýjum dögum á sendnu undirlendi og í kjölfar Eyjafjallajökulsgossins mátti sjá stóra öskuþyrla á Markarfljótsaurum sem þyrluðu öskunni hátt á loft. Í þessari grein má fræðast um þyrla og sveipi af ýmsu tagi, bæði á Íslandi og annars staðar. Veðurstofan þiggur ljósmyndir af slíkum fyrirbærum hérlendis.