Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Það er hægfara lægð skammt vestur af landinu og því suðlæg átt, en vindurinn er talsvert hægari en í gær, yfirleitt á bilinu 5-13 m/s.

Dálitlar skúrir og milt veður, en súld eða rigning með köflum austantil, einkum suðaustanlands. Þar styttir upp seinnipartinn á morgun, en áfram má búast við skúrum á á vestanverðu landinu og heldur meiri úrkomu á miðvikudag.
Spá gerð: 20.05.2024 06:36. Gildir til: 21.05.2024 00:00.

Veðuryfirlit

Skammt V af Snæfellsnesi er heldur vaxandi 992 mb lægð, sem þokast V og síðar SA. Yfir N-Grænlandi er 1032 mb hæð.
Samantekt gerð: 20.05.2024 07:18.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 24.04.2024 09:49.

Veðurhorfur á landinu

Sunnan 5-13 m/s, en hvassara við norðurströndina í fyrstu. Dálitlar skúrir á víð og dreif, en súld eða rigning suðaustantil. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Austurlandi.

Skúrir um landið vestanvert á morgun, en dálítil rigning austanlands. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig.
Spá gerð: 20.05.2024 03:32. Gildir til: 21.05.2024 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Sunnan 5-10 m/s og stöku skúrir, hiti 5 til 10 stig.
Spá gerð: 20.05.2024 03:35. Gildir til: 21.05.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Suðvestan 5-13 m/s og skúrir, en norðaustlægari og rigning á Vestfjörðum. Hiti víða 5 til 10 stig, en þurrt að mestu og heldur hlýrra á austanverðu landinu.

Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og víða skúrir eða slydduél, en gengur í suðaustan 8-13 með rigningu á vestanverðu landinu um kvöldið. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast eystra.

Á föstudag:
Stíf suðaustanátt og rigning eða súld, en hægara og úrkomulítið austantil. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á laugardag:
Austlæg átt, víða kaldi og lítilsháttar væta, en bjartviðri norðan heiða. Hlýtt í veðri.

Á sunnudag:
Útlit fyrir suðaustanátt og rigningu með köflum, en að mestu þurrt á Norðurlandi. Kólnar heldur í veðri.
Spá gerð: 20.05.2024 07:37. Gildir til: 27.05.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica